Um okkur
Við hjá Brennisteini sérhæfum okkur í þróun hugbúnaðar sem sjálfvirknivæðir verkferla byggða á lögum og reglugerðum.
Hjá okkur starfar öflugur hópur forritara sem hefur í gegnum árin sannað nýsköpunarhæfni sína með lausnum sem skila hagkvæmni og skilvirkni í rekstri.
Rekstraröryggi er forgangsmál, og því leggjum við ríka áherslu á að nota eigin lausnir þar sem mögulegt er, sérstaklega í kerfisþáttum sem teljast megináhættuatriði í hugbúnaðarrekstri.
Við kappkostum að skapa vinnuumhverfi sem styður nýsköpun og hvetur til þróunar framúrskarandi lausna.
Viltu slást í hópinn? [email protected]