[e]build
Alhliða lausn fyrir byggingaverktaka
Við bjóðum þrívíddar myndvinnslu beint úr hönnunargögnum af bestu gæðum sem fyrirfinnast á markaðnum og þróum notendavæna og hraðvirka sölusíðu með glæsilegu íbúðarvali.
Fáðu tilboð frá okkur í þitt verkefni
Markaðsefni
Auglýsingar, myndbönd, borðar og myndir.
Fasteignasölukerfi
Sérhönnuð útgáfa af ecasa fyrir byggingarverktaka og sölu nýbygginga. Einfalt og gangsætt sölukerfi með fullkomnu upplýsingaflæði þar sem samvinna eiganda og fasteignasala er hagkvæm og skilvirk.
Stafræn söluskoðun
Byltingarkennd nýjung í kynningu eigna í þróun og byggingu.
Íbúðarval
Grásteinsmýri
Fjöldi íbúða : 102
Grásteinsmýri 1 og 2 standa á einstakri staðsetningu á Álftanesi þar sem náttúra, næði og þægindi mætast. Þetta er rólegt, öruggt og fjölskylduvænt hverfi þar sem stutt er í falleg útivistarsvæði, skóla og íþyngdarlítið nærumhverfi. Álftanes er þekkt fyrir einstaka strandlengju, fjölbreytt fuglalíf og sterka samfélagsvitund - fullkominn staður fyrir fólk sem vill búa á notalegum stað en halda samt góðu aðgengi að borginni.
Nóv. 2025
grasteinsmyri.isAxlarás
Fjöldi íbúða : 13
Við Axlarás 50 - 66 var lögð áhersla á að skapa björt og vistleg heimili sem henta vel fjölskyldum jafnt sem einstaklingum. Hönnunin byggir á vönduðu efnisvali, skýrum línum og hámarks birtunýtingu, þannig að húsið nýtur sín bæði innan- og utandyra.
Sept. 2025
axlaras.isGarðabraut
Fjöldi íbúða : 50
Garðabraut 1 er vandað fjölbýlishús á eftirsóknarverðum stað miðsvæðis á Akranesi þar sem nýbyggingar rísa hæfilega þétt og bæta og fegra umhverfi sitt með stílhreinni nútímabyggð.
júlí 2025
gardabraut.isÁshamar 50
Fjöldi íbúða : 40
Þarfaþing kynnir til sölu vandaðar og vel skipulagðar íbúðir í fimm hæða fjölbýlishúsi við Áshamar í Hamranesi. Fjölbreyttar íbúðir, frá 2ja til 4 herbergja, allt frá 70 til 125 m2 að stærð. Öllum íbúðum fylgir merkt stæði í lokuðu bílastæðahúsi og rúmgóð geymsla. Svansvottuð bygging.
feb. 2025
ashamar50.isKleppsmýrarvegur 6
Fjöldi íbúða : 51
Kleppsmýrarvegur 6, Dugguvogur 1 og Arkarvogur 1 samanstanda af nútímalegum og vönduðum fjölbýlishúsum sem bjóða upp á þægilegt og vel skipulagt samfélag í miðri borginni. Hver íbúð hefur aðgang að sameiginlegum lokuðum bílakjallara, innigarði og vönduðum geymsluaðstöðum sem auðvelda lífið og skapa hlýlegt umhverfi fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
feb. 2025
kleppsmyrarvegur.isHlíðarhorn
Fjöldi íbúða : 195
Hlíðarhorn er nýjasti reiturinn í 102 Reykjavík og tengir saman Hlíðahverfið og Þingholtin annars vegar en nýju byggðina meðfram Öskjuhlíð hins vegar. Svæðið liggur frábærlega við öllum samgöngum og er í þægilegu göngufæri við mörg af bestu svæðum borgarinnar til útivistar og leikja.
okt. 2024
hlidarhorn.isTónahvarf 12
Fjöldi iðnaðarbila : 16
Atvinnuhúsnæðið við Tónahvarf 12 er staðsett í Kópavogi. Tónahvarf er 3ja hæða staðsteypt atvinnuhúsnæði með atvinnubilum á stærðarbilinu 115 m2 til 180 m2 á fyrstu og annarri hæð. Á þriðju hæð sem er inndregin útsýnishæð er 800 m2 skrifstofurými. Húsið er einangrað að utan og álklætt.
okt. 2024
tonahvarf.isGrænaborgir
Fjöldi íbúða : 25
Grænaborgir. Glæsilegar, vandaðar og umhverfisvænar íbúðir í Grænubyggð, Vogar. Grænaborg 2, Grænaborg 4 og Hrafnaborg 5.
feb. 2024
graenaborgin.is