Hugbúnaður
Brennisteins

Við bjóðum upp á hugbúnað sem framkvæmir gagnasöfnun, skjalagerð og staðfestingu skjala með minnstu mögulegri fyrirhöfn. Það skilar sér í hagkvæmni og einföldun í rekstri og gerir notendum kleift að afgreiða sín mál á þægilegan og fljótlegan máta. Sjálfvirkni tryggir rekstarhæfi til framtíðar.

Við sérhæfum okkur í gerð hugbúnaðar sem leysir síendurtekin verkefni sem eiga sér stoð í lögum, reglugerðum og skjalfestum ferlum.

Lausnir

eCASA - alhliða hugbúnaðarlausn fyrir fasteignasölur

Hugbúnaður fyrir fasteignasölur þar sem hagkvæmni og skilvirkni í störfum fasteignasala er í fyrirrúmi. Hugbúnaðurinn safnar, sækir og útbýr öll skjöl á grundvelli upplýsinga frá notendum, opinberum aðilum, tryggingafélögum, fjármálastofnunum og öðrum aðilum. Hugbúnaðurinn tryggir skilvirkt innra eftirlit og lágmarkar því líkur á mistökum í samninga- og skjalagerð.

Áhugasamir (löggiltir) fasteignasalar eru hvattir til að hafa samband og bóka tíma í kynningu á hugbúnaðinum.

Hugbúnaðurinn er útfærður sérstaklega með eiginleika og gildi hverrar fasteignasölu í fyrirrúmi sem tryggir einstaka notandaupplifun.

eCASA

Viðskiptavinir

Kaupstaður fasteignasala hefur að fullu innleitt hugbúnaðinn í eigin rekstur.

Innleiðing kerfisins hjá öðrum fasteignasölum er í vinnslu.

Hjá Brennisteini starfa á annan tug forritara, hönnuða, lögfræðinga, hagfræðinga og viðskiptafræðinga við að framleiða sjálfvirkan hugbúnað.

Okkar hugsjón er að útrýma verkefnum þar sem einhæfar endurtekningar mannshandar leiða ekki af sér virðisaukningu fyrir samfélagið.

Með framþróun véla og yfirburði þeirra þegar kemur að endurteikningum, er mögulegt að stuðla að hagkvæmara, réttlátara og hamingjusamara samfélagi.

Heildarkostnaður samfélagsins lækkar ótrúlega við vélvæðingu verkefna, sem er afleiðing af kostnaðarstuktúr véla, mikill upphafskostnaður en jaðarkostnaður er verulega lágur.

Sjálfvirkni ferla stuðlar að hagkvæmni fyrir samfélagið í heild. Þegar hönnun og smíði hugbúnaðar til að ferlavæða sjálfvirkar aðgerðir er lokið getur mannauður sem áður fór í endurtekningar sinnt öðrum, arðbærari og meira gefandi verkefnum.
Okkar markmið er að einungis þurfi að smíða sjálfvirkan hugbúnað einu sinni fyrir hvert ferli.

Um okkur

Hafðu samband

Email: [email protected]

Sími: 497-1700